Bóndakökur

Smákökur og konfekt

Geggjaðar með kaldri mjólk.

Efni:
200 gr. smjörlíki
250 gr. sykur
1 stk. egg
300 gr. hveiti
75 gr. kókosmjöl
1 tsk. natron
2 msk. sýróp
Mónu súkkulaðidropar
(þessir gömlu góðu)

Meðhöndlun
Hræra sykur og smjörlíki létt og ljóst.

Bæta egginu út í og hræra vel.

Bæta þurrefnunum saman við og hnoða aðeins upp í deiginu.

Sýrópið fer síðan í síðast.

Deigið er hnoðað saman (sennilega þarf að bæta aðeins hveiti út í þegar verið er að hnoða upp í deiginu).

Gerðar eru litlar kúlur og einn súkkulaðidropi settur ofan á og bakað við 200 ° c í 8-10 mín.

Sendandi: Nafnlaus (18/11/2004)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi