Hlaupterta

Brauð og kökur

Fljótleg terta sem er mjög einfalt að gera

Efni:
1 pakki jarðarberjahlaup
1 svamptertubotn
1/2 dós blandaðir ávextir (niðursoðnir)

1 peli rjómi

Meðhöndlun
Myljið svamptertubotninn í skál. Sjóðið vatn og leysið hlaupduftið upp í því eins og stendur á pakkanum. Blandið ávöxtunum saman við. Hellið ávaxta/hlaup blöndunni yfir svamptertubotninn og hrærið saman. Hellið í form (gjarnan hringform) og látið stirna.

Þegar kakan hefur náð að stirna er best að hvolfa henni á fat. Stundum gæti þurft að dífa henni snöggt í heitt vatn til að losa hana úr forminu.

Þeytið rjómann og skreytið kökuna og berið líka fram með kökunni.

Sendandi: Valdís <valdis@gmail.com> (18/01/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi