kókos-fiskisúpa

Súpur og sósur

sterk súpa sem læknar allt

Efni:
Á mann:

1 dós kókosmjólk
ca 1cm engiferrót
1 lítill rauður chilli
1/4 dós lemongrass
1-2 hvítlauksrif
1 msk fiskisósa eða slatti af góðu sjávarsalti

smá rauð paprika
rækjur
fiskur í litlum bútum

auðvelt að búa til handa eins mörgum og maður þarf, bara margfalda.

Meðhöndlun
Skera engifer, chilli og hvítlauk eins smátt og þið getið, og setja í pott ásamt sítrónugrasi. Hreyfa mikið svo að það brenni ekki, leyfa því aðeins að mýkjast. kókosmjólk og salt út í og hita að suðu. Ekki láta sjóða.

Geyma í klukkutíma , jafnvel hálfan dag. Setja smáttskorna papriku og fisk út í, hita að suðu og halda súpunni þar í ca 10 mín á meðan fiskurinn eldast. Bæta rækjunum út í 2-3 minútum áður en fiskurinn er tilbúinn.

Gott að setja góð hrísgrjón ofaní súpun þegar hún er komin á diskinn.

Sendandi: móeiður (14/04/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi