Pylsur, pasta, beikon, sveppir í ostasósu

Óskilgreindar uppskriftir

Hrikalega óhollt en gott

Efni:
1 einfaldur pylsupakki
1 bréf beikon
Pasta eins og vill
Sveppir eins og vill
1/2 hvítlauksostur
1/2 camenbert
1 piparostur
1 peli matreiðslurjómi

Meðhöndlun
Byrja á því að sjóða pastað þar til það er tilbúið. Steikir pylsurnar á pönnu í smá stund einar, bætið sveppunum og pastanu útí. „Steikið“ beikonið í örbylgjunni í 8 mín á fullum krafti (setur eldhúsrúllubréf bæði undir og yfir) Þegar það er tilbúið er beikonið brytjað niður og sett á pönnuna. Meðan þetta mallar saman er gott að setja matreiðslurómann 1/2 í pott og láta ostinn útí og hann látinn bráðna, meiri rjóma er síðan bætt í eftir því hversu mikla þykkt á sósunni hver vill.

Þegar sósan er tilbúin þá gott að setja allt jukkið út í hana.

Mæli með því að sjóða kartöflur og jafnvel skera þær í tvennt og setja útí.

Gott með hvítlauksbrauði

Sendandi: Guðrún (23/04/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi