Lúxus Othello

Brauð og kökur

Skírnarterta Stefáns Matta

Efni:
Botnar:
6 egg
190 gr flórsykur
1 tsk sítrónudropar (eða vanilludropar)
75 gr hveiti
75 gr kartöflumjöl
1,5 tsk lyftiduft

Rjómakrem:
2 stk eggjarauður
2 msk sykur
2 msk hveiti
1 msk hakkaðar möndlur
2 vanillustangir
4 dl mjólk

100 gr. Suðusúkkulaði
1/2 lítri rjómi
1/2 kg Odense marsipan í bleikri rúllu

Meðhöndlun
Botnar:
Egg og flórsykur þeytt saman. Rest bætt útí. Bakað í 3 formum við 175 C í 10-20 mín (hringlaga 35 cm eða ferkantað 30 x 40 cm).

Rjómakrem:
Þeyta egg, sykur og hveiti saman. Sjóða vanillustangir í mjólkinni. Fjarlæga vanillustangir. Setja eggjarauðublöndu útí. Setja aftur yfir hita en ekki sjóða. Setja möndlurnar í volgt kremið. Krem kælt

Krem er sett á milli botnanna þriggja og kakan hjúpuð með bræddu Suðusúkkulaði. Rjóminn þeyttur og settur yfir súkkulaðið og kakan að síðustu hjúpuð með marsipani. Skreyta að vild með rest af marsipani.

Sendandi: Friðrika Kr. Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> (18/05/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi