Einfaldasta eplakaka í heimi

Brauð og kökur

Hættulega góð

Efni:
1 bolli sykur
1 bolli hveiti
1 bolli haframjöl
125 g smjörlíki
100 g suðusúkkulaði
4-5 epli
kanilsykur

Meðhöndlun
Skerið eplin niður í litla bita og saxið súkkulaðið smátt. Setjið í eldfast mót. Myljið saman þurrefni og smjörlíki og stráið yfir eplin og súkkulaðið. Stráið að lokum kanilsykri yfir og bakið í 40-45 mínútur við 175°C. Gott með ís eða rjóma.

Sendandi: Magnþóra <eyjahraun16@simnet.is> (04/07/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi