Heitt rúllutertubrauð

Brauð og kökur

Heitt rúllutertubrauð

Efni:
1 dós rækjusmurostur
1/2 camembertostur
3 msk majónes
1 dós grænn aspas + helmingur af safanum
200 gr. rækjur

Ofan á brauðið
2 eggjahvítur
1 msk majónes
rifinn ostur

Meðhöndlun
Bræða saman smurostinn, camembert, majónes og aspassafann í potti, láta ekki sjóða, hræra þar til blandan er kekkjalaus. Taka pottinn af hitanum og kæla. Stappa helminginn af aspasnum, blanda saman við ostasósuna, setja rækjurnar og restina af aspasnum í bitum saman við. Smyrja á brauðið og rúlla varlega upp.
Stífþeyta eggjahvítur og blanda majónesi saman við með sleikju, smyrja utan á brauðið. Strá rifnum osti yfir og baka við 200°c í ca. 18 mín. eða þar til osturinn er farinn að taka lit.

Sendandi: Dæs (13/07/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi