Súrsætar kjötbollur með ritzkexi

Kjötréttir

einfalt fljótlegt og gott ,ekta þegar margir borða saman

Efni:
nautahakk 1kg.
1pakki ritzkex
salt -pipar - aromat
hunts bolognese sósa 1 krukka
lítil dós tómatpure
5 matskeiðar apríkósumarmelaði
1 matskeið edik 1/4 rjómi
hrísgrjón basmati eða tilda

Meðhöndlun
setjið hakkið í skál, takið kexið úr pakkanum setjið í plastpoka og rennið kökukefli yfir,fín mylsna. saltið piprið og aromat eftir smekk og tilfinningu. hnoðið deigið saman (gott að vera rakur ´höndunum búið til litlar bollur steikið , setjið í pott
bætið öllu út í ,nema hrísgrjónum soðin sér og borðuð með, látið malla ca 10 til 15 min
verði ykur að góðu

Sendandi: Edda <vmg@isl.is> (30/07/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi