Fylltar bakaðar kartöflur

Grænmetisréttir

Mjög góð tilbreyting frá hinni hefðbundnu bökunarkartöflu

Efni:
Meðalstórar bökunar kartöflur.
Sýrður rjómi.
Rifinn ostur
Eftir vali:
1 Sveppir
2 Blaðlaukur
3 Skinka
4 Ristaðar hnetur
5 Möndlur
6 Hvítlaukur
o.s.fr.

Meðhöndlun
Veljið meðalstórar bökunarkartöflur og skellið þeim í ofninn eða á grillið.
Eftir u.þ.b. 20 mínútur takið þær út, skerið til helminga og hreinsið
innan úr þeim.
Blandið saman við kartöfluinnvols sýrðum rjóma, blaðlauk, sveppum o.s.fr. og
hrærið saman í mauk.
Fyllið síðan híðin aftur af maukinu, stráið rifnum ostinum yfir og
setjið aftur inn í ofn í 10 - 15 mín.

Sendandi: Gúrmeir Geirdal (13/04/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi