Einfaldur saltfiskréttur

Fiskréttir

Fljótlegt og gott.

Efni:
Ca 500 gr saltfiskur
5-8 kartöflur
ca 10 cm. blaðlaukur
1/2 - 1 bréf bacon
1 ferna kaffirjómi
ostur.

Meðhöndlun
Saltfiskur soðinn, bein- og roðhreinsaður kartöflur soðnar og skrældar, þessu er stappað gróft saman í eldfast mót, bacon og laukur saxað, steikt aðeins og hrært saman við, kaffirjóma hellt yfir og ostur settur ofan á.Bakað þar til osturinn hefur tekið lit.

Sendandi: Jóna Kristín Engilberts. (27/09/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi