Kjúklingapottréttur

Kjötréttir

Kjúklingur með pestói og sólþurkkuðum tómötum

Efni:
1 kjúklingur,
1 krukka tómatpestó m/sólþurkkuðum tómötum,
1/2 krukka sólþurkkaðir tómatar í olíu,
olía til steikingar,
2-3 msk. hveiti,
2 tsk. turmerik,
salt og pipar,
pressaður hvítlaukur (eftir smekk),
púrra,
laukur,
gulrætur,
2.5 dl rjómi eða matreiðslurjómi.

Meðhöndlun
Kjúklingurinn hlutaður niður. Kjúklingabitunum velt upp úr hveiti og turmerik, salti og pipar, steiktir á báðum hliðum. Þeir verða fallega gulir á litinn. Raðað í ofnfast fat (helst með loki). Laukur og hvítlaukur léttsteiktur, ásamt grænmtinu. Innihaldi pestókrukkunnar hellt á pönnuna, ásamt niðursneiddum sólþurkkuðum tómötum. Suðan látin koma upp. Öllu hellt yfir kjúklingabitana. Sett í ofn við 200° C þar til kjúklingurinn er vel steiktur.
Borið fram með brauði og hrísgrjónum.

Hraðaútgáfa:
Ef lítill tími er til stefnu má nota tilbúin kjúkling og skera kjötið í bita og setja út í grænmetið og sósuna (nota sama krydd) og bregða í ofninn í ca. 20 mínútur.

Sendandi: Guðrún Á. Stefándóttir <solgata@simnet.is> (08/10/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi