Kókosbollujummí

Brauð og kökur

Nammi, namm... fljótgert!

Efni:
1 stór poki Nóakropp
1 botn púðursykurmarens
3-4 kókosbollur
2 öskjur jarðaber (bláber eða annað) ég notaði eina öskju af jarðaberjum það var nóg
2 pelar rjómi

Meðhöndlun
Setjið botnfylli af nóakroppi í skál eða form. Þeytið rjómann og hyljið nóakroppið með helmingnum. Myljið marensbotninn og setjið ofan á. Kókosbollurnar koma næst. Dreifið úr þeim með gaffli. Skolið jarðarberin og skerið í litla bita og dreifið yfir. Setjið að lokum hinn helminginn af þeytta rjómanum yfir allt saman. Geymið í kæli í nokkrar klst. áður en borið er fram. Skreytið eftir smekk, t.d. með kiwi, nóakroppi eða berjum.

Sendandi: Kristjana Sigurgeirsdóttir <kristjanah@internet.is> (19/10/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi