Humarpottréttur

Fiskréttir

Fljótlegur veisluréttur

Efni:
20-30 humarhalar
smá olía eða smjör til steikingar.
1 tsk. karrý
1 tsk.hvítlauksduft
salt pipar
1/4 l rjómi
1 gul paprika
1 rauð papfrka
1/4 lítill hvítkálshaus
6-8 tómatar

Meðhöndlun
Humarinn er svissaður í feitinni,
kryddaður, og rjómanum hellt yfir.Grænmetið skorið frekar smátt (smekksatriði)
Látið malla í 2-3 mínútur.
Má setja smá sósujafnara.
Borið fram með hrísgrjónum og ristuðu brauði

Sendandi: Jóna Kristín Engilberts. (03/11/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi