Blóðappelsínu skyrkaka

Ábætisréttir

Einföld og góð ekkert matarlím

Efni:
100 gr heilhveitikex (gjarnan með súkkulaði)
25 gr möndlur
75 gr lint smjör
1 kg 2 stórar dósir Kea-skyr með blóðappelsínum
100 gr sykur eða eftir smekk
1 pk Royal vanillubúðingur
Skreyting td.
appelsínur, nokkur jarðarber og súkkulaðispænir

Meðhöndlun
Hitið ofninn í 180°C. Myljið heilhveitikexið og möndlurnar þar til það er orðið að mylsnu. Hræra smjörinu saman við. Setja mylsnuna í bökunarform eða elsfast mót og þrýsta henni niður á botninn og ögn upp með hliðunum. Bakið botninn í 8-10 mín. ekki láta brúnast neitt að ráði. Kældur í forminu. Skyrið hrært í skál og sykrinum hrært saman við og síðan búðingsduftinu. Smyrja blöndunni jafnt í kökuformið ( ekki láta blönduna bíða hún er fljót að stífna). Skreytið. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.

Sendandi: Anna B. (22/11/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi