Hakk og pepperoni

Kjötréttir

Heil máltíð í einu fati

Efni:
500 gr nautgripahakk
500 gr kartöflur
Pepperoni
2 dl mjólk
1 dós ostasósa/smurostur að eigin vali hrærður út með mjólk
1 tsk salt
1 tsk pipar
Season all eða uppáhaldskryddið
Rifinn ostur

Meðhöndlun
Skerið hráar kartöflur í sneiðar og raðið í botninn á húðuðu eldföstu móti, raðið einu lagi af pepperoni sneiðum yfir.
Brúnið hakkið, blandið saman osti, mjólk og kryddi og blandið saman við hakkið kryddið eftir smekk (eða notið tilbúna ostasósu).

Hellið blöndunni yfir kartöflurnar og pepperoní og látið malla í ofninum í 30-40 mínútur við 200°C hita.
Setjið ostinn yfir síðustu mínúturnar.

Sendandi: Erla <erlasigf@simnet.is> (28/11/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi