humar í koníkssósu
Fiskréttir
magn af humri og grænmeti er bara smekksatriði
Efni:
Humar.
Paprika bæði rauð og græn.
Blaðlaukur,nota hluta bæði af græna og hvíta.
Rauðlaukur.
Sveppir.
Smjör til steikingar.
1pk blaðlauksostur
1 grænmetisteningur.
1/2 l matreiðslurjómi
Meðhöndlun
Humarinn tekinn úr skelinni og létt steiktur.Tekinn af pönnunni.
Grænmetið skorið gróft niður og steikt,bætt osti og teningi út í,
svo rjóma má krydda með pipar og hvítlaukssalti ef vill.
Humarinn settur út og blandað vel.
Borið fram með góðu brauði og salati,og drukkið rósavín með.
Sendandi: Guðný Björg Jensdóttir <gbj@hssa.is> (07/12/2005)