Heit súkkulaðikaka með heitri sósu

Brauð og kökur

mjög auðveld og góð kaka,fínn desert

Efni:
1 egg.
1/2 b sykur.
125gr smjör.
1 b hveiti.
2 tsk lyftiduft.
2 tsk kakó.
salt
1 tsk vanilludropar.
1/2 b mjólk.

Sósan.
1b púðusykur.
1tsk kakó.
2b sjóðandi vatn.
1tsk vanilludropar.

Meðhöndlun
Sykur og smjör hrært saman.
Eggi bætt út í.
Þurrefnum og mjólk bætt í deigið.
Deigið sett í eldfast mót.

Sósan.
Öllu blandað saman,og hellt yfir deigið.

Bakað við 175gr í 45 mín.

Borið fram með ís eða rjóma.

Sendandi: Guðný Björg Jensdóttir. (07/12/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi