Ostakakan hennar mömmu.

Brauð og kökur

ofsalega einföld og góð.

Efni:
Botn: 1 poki makkarónukökur
80 gr smjörlíki brætt.

FYLLING. 200 gr rjómaostur
100 gr appelsínuostur
200 gr flórsykur
1 peli rjómi þeyttur

Krem, 200 gr suðusúkkulaði Brætt
1 dós sýrður rjómi.

Meðhöndlun
Botn, takið makkarónurnar og myljið þær vel niður, smjörlíkið brætt og sett í skál með makkarónunum, hrært vel saman og sett í form.

Það sem fer í fyllinguna er bara öllu blandað saman og sett yfir botninn.

Svo að lokum er búið til krem sem er sett yfir fyllinguna.

KÆLT.

Sendandi: Linda (14/12/2005)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi