Brownies
Sérfæði
Breytt uppskrift úr kökublaði Gestgjafans 2005. Í þessari uppskrift á að vera 1 egg og 1/4 tsk matarsódi sem ég sleppi og eyk vínsteinsduftið um 1 tsk.
Efni:
100 gr sigtað spelt
50 gr. kakó
2 tsk vínsteinsduft
1/4 tsk fínt sjávarsalt
100 gr. hrásykur
4 msk olía
1 1/2 tsk vanilludropar
2 dl sojamjólk
100 gr saxaðar heslihnetur
Meðhöndlun
Hitið ofninn í 180°C. Setjið sigtað spelt, kakó, vínsteinsduft og salt saman í skál. Hrærið hrásykur, olíu og vanilludropa og 2 dl sojamjólk saman útí og bætið valhnetunum við. Setjið deigið í smurt, litið skúffukökuform og bakið í 20 mínútur. Kakan er langbest volg með Vega sojaís (til vanillu, jarðarberja og súkkulaði í Nóatúni) og jarðarberjum.
Sendandi: Friðrika Kr. Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> (22/12/2005)