Innbakaður kjúlli

Kjötréttir

Einfaldur og fljótlegur réttur sem klikkar aldrei.

Efni:
1 pk smjördeig
1/2 krukka rautt pestó
1 blaðlaukur, saxaður
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð
1 krukka kryddaður fetaostur
8-10 gr. ólivur, saxaðar
1/3 krukka sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
1/2 grillaður kjúlli, skorinn smátt (má vera heill ef þú vilt hafa meira kjöt)

Meðhöndlun
Látið smjördegið þiðna í ískáp. Fletjið það út í 2mm þykkan botn. 40 - 25 cm. Stráið hveiti yfir eftir þörfum og leggið á bökunarpappír.
Smyrjið pestó yfir og skiljið eftir 2cm kant.

Steikið blaðlauk,lauk og hvítlauk í olíu og kælið aðeins.
Síið olíuna frá fetaostinu.

Blandið öllu varlega saman og dreifið yfir botninn. Kryddið yfir með salti og piptar, penslið alla enda með eggi og lokið - ein ræma af smjördegi sett yfir og penslað með eggi.

Bakið í ofni við 200°C í um 20 min. eða þar til deigið lyftir sér og verður gullinbrúnt. Gott er að hafa ferskt salat með.

Sendandi: Hrund Péturs <hrundp@siminn.is> (10/01/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi