Skúffukaka

Brauð og kökur

Uppskrift sem hefur gefið af sér skúffukökur fyrir tugi afmæla í gegnum tíðina

Efni:
4 egg
6 dl. sykur eða 510 gr.
3 dl. mjólk
9 dl. hveiti eða 450 gr.
6 tsk. lyftiduft
250 gr. smjörlíki
2 tsk. vanilludropar
2 msk. kakó

Meðhöndlun
Egg og sykur þeytt saman
Smjörlíki brætt og kælt
Öllu bætt saman

Kakan bökuð við 225 gráður í c.a. 20 mínútur.

Sjálfum finnst mér bezt að setja niðurbrotið suðusúkkulaði strax á kökuna þegar hún kemur úr ofninum og smyrja því yfir þegar molarnir fara að bráðna. En vitanlega má nota hvaða krem sem er.

Sendandi: Snæbjörn Konráðsson <beztur@gmail.com> (19/01/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi