döðluterta með karamellusósu (dillonskaka)
Brauð og kökur
mjúk og góð kaka með heitri karamellusósu. algert sælgæti, borin fram beint úr ofninum. svo er karamellusósan lika geggjuð sem íssósa.
Efni:
Döðluterta með karamellusósu.
235 g döðlur og smá vatn.
1 tsk. matarsódi
120 g mjúkt smjör
5 msk. sykur
2 egg
3 dl hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk vanilludropar
1 1/3 tsk lyftiduft
Setjið döðlur í pott og látið smá vatn fljóta yfir. Látið suðuna koma upp, slökkvið á hitanum og látið döðlumaukið bíða í pottinum í 3 mín.
Bætið matarsódanum saman við í pottinn.
Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum í, Blandið restinni af hráefninu útí en döðlumaukið síðast.
Bakað í springformi ( með háum börmum, lausbotna) smyrja vel eða nota smjörpappír.
Hitið ofninn í 180 gráður og bakið í 30-40 mín.
Karamellusósa
200 g smjör
200 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
2 dl rjómi
Sjóðið saman í 5 mínútur. Hrært stöðugt, og borið fram heitt í könnu með volgri kökunni.
Meðhöndlun
Sendandi: Steinunn Þ. (17/03/2006)