paprikufiskréttur frá mömmu!

Fiskréttir

ofnbakaður með steiktum kartöflum og snöggsteiktu grænmeti í paprikurjómasósu

Efni:
3-500 gr. ýsa, fer eftir stærð eldfast móts
c.a. 10 kartöflur
einn poki af forsoðnu, frosnu grænmeti, helst blandað brokkoli, blómkál og gulrætur, baunir virka ekki vel með þessum rétt.
1 dós paprikusmurostur
1-2dl rjómi.
hvítlaukssalt
sítrónupipar
smá ostur

Meðhöndlun
skrælið kartöflur, ekki sjóða, sneiðið niður og steikið á pönnu með örlítilli olíu og kryddið með hvítlaukssalti(má vera hvítlauksduft eða hvítlaukspipar)
raðið í botn á eldföstu móti.

steikið næst grænmetið, passið að þýða það og EKKI þvo pönnuna, til að geyma bragðið frá öllu í sósuna. kryddið með sítrónupipar og raðið ofan á kartöflurnar.

setjið næst paprikuostinn og rjómann á pönnuna og bræðið saman. raðið fiskinum ofaná grænmetið og hellið sósunni yfir allt saman. stráið ostinum yfir og bakið við 200° þar tilað osturinn er orðinn gullinn. athugið hvort fiskurinn er bakaður í gegn áður en þið framreiðið.

borðið með hrísgrjónum.

Sendandi: jóna <tazia_@hotmail.com> (27/03/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi