Heilsusamloka

Brauð og kökur

Holl, góð og fitulítil samloka

Efni:
2 stórar heilhveitisamlokur
sinnep
10% sýrður rjómi
tómatar
rauðlaukur
11% ostur

Meðhöndlun
Blandið saman sinnepi og sýrðum rjóma, smyrjið því á brauðsneiðarnar.
Setjið næst niðurskorna tómata á, því næst ostinn og síðast rauðlaukinn.
Mjög gott er að skella samlokunni í samlokugrill eða rista brauðsneiðarnar
fyrir smurningu.

Sendandi: katrín <ske@mmedia.is> (06/06/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi