Salsa Kjúklingur

Kjötréttir

Einfalt, fljótlegt og svakalega gott

Efni:
2-4 Kjúklingabringur
1 poki doritos snakk að eigin vali.
1-2 krukka salsasósa (mild-medium eða hot)
1 krukka ostasósa
rifinn ostur

Meðhöndlun
Steikið bringurna í gegn við vægan hita. Miljið snakkið í eldfast form. Skerið bringurnar í hæfilega munnbita og setjið ofan á snakkið. Sturtið salsasósunni yfir(betra að nota mikla sósu t.d 2 krukkur). Hellið ostasósunni yfir það. Setjið rifinn ost yfir og hitið í ofni við 200° þar til osturinn er bráðnaður og er alveg að taka lit. Borðað með bestu list með brauði, hrísgrjónum eða salati. Verði ykkur að góðu

Sendandi: Birgitta Elín Helgadóttir <birgittaelin@gmail.com> (19/04/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi