Hollt grænmetislasagne með linsubaunum
Óskilgreindar uppskriftir
Linsubaunir í stað nautahakks!
Efni:
um 2 dl. linsubaunir
1 laukur
2 gulrætur
2 sellerístilkar
1/2 brokkolí
nokkrir sveppir
1/2 paprika
1 dós niðursoðnir tómatar
2 litlar dósir tómatpúrra
fullt af hvítlauk (eða eftir smekk)
salt og pipar
2 msk. smjör/smjörlíki
3 msk hveiti
c.a. 4 dl mjólk
ostur að eigin vali og eftir smekk. Mjög gott er að nota gráðost eða brie
lasagneblöð
rifinn ostur til að setja yfir
Meðhöndlun
Stilltu ofninn á 200°c
Settu linsubaunir í pott ásamt hálfum lítra af vatni og kveiktu undir.
Skerðu smátt eða settu allt grænmeti í mulinexvél og saxaðu smátt (en ekki mauka það). Gott er að saxa það í smáskömmtum þar sem vélarnar taka ekki allt grænmetið í einu.
Steikið á stærstu pönnu sem til er í eldhúsinu ásamt ólívuolíu.
Þegar grænmetið er farið að mýkjast er niðursoðnum tómötum bætt útí (gott er að skella þeim í blandarann fyrst), bættu einnig tómatpúrru í.
Þá er hvítlaukur kreistur út í og saltað og piprað.
Þegar hér er komið er linsubaunum ásamt afgangsvatni úr pottinum hellt útí og látið malla á meðan ostasósan er búin til.
Ostasósa:
hveiti og smjör brætt í litlum potti.
Mjólk bætt útí smátt og smátt og hrært á milli þar til verður kekkjalaust í hvert sinn.
Ostinum bætt útí ásamt salti eftir smekk.
svo er smá ostasósusletta og grænmetissósa sett á botninn á stóru bökunarformi, þar næst lasagneblöð, ostasósa, grænmetissósa, lasagneblöð, ostasósa, grænmetissósa, lasagneblöð o.s.framvegis.
Svo er endað á sósunum á toppinn og rifinn ostur settur yfir.
Þetta er bakað í ofni við 200°c í um 30 mín.
Það þarf ekki að fá samvizkubit þegar maður borðar þennan rétt!!!
Sendandi: Ásthildur <asthildurb@hotmail.com> (21/04/2006)