UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Þorskur í tómatsósu Fiskréttir
Þetta er ein af mínum uppáhalds uppskriftum, ensk að uppruna, nánar tiltekið úr bókinni Wholefood Cooking. Sósan passar alveg sérdeilis vel við þorskinn - bragðmikil og krassandi.
2-3 þorskflök eða 4 sneiðar af þverskornum þorski
TÓMATSÓSA:
4 msk ólívuolía
500 g tómatar, afhýddir og saxaðir
1 marið hvítlauksrif
1 msk söxuð steinselja
4 msk hvítvín (ég nota nú bara mysu í staðinn!!)
salt og pipar

Byrjið á að laga sósuna. Hitið olíuna á pönnu, bætið tómötum og hvítlauk, steinselju og víni eða mysu á pönnuna. Saltið og piprið eftir smekk. Látið malla í 7-10 mínútur og hrærið í öðru hvoru.
Setjið helminginn af sósunni í eldfast fat, raðið fiskstykkjunum ofan á og hellið því sem eftir er af sósunni yfir. Setjið lok eða álpappír yfir fatið og bakið í 190 C heitum ofni í 20-25 mínútur.
Berið fram með grófu brauði og salati.

Sendandi: Unnur Ágústsdóttir <unnurarh@mmedia.is> 20/07/1997



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi