UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Saga UppskriftaWWWefsins

UppskriftaWWWefurinn varð til vorið 1995 og var fyrsti og í langan tíma eini uppskriftavefurinn á Íslandi. Þá var vefurinn hýstur í Háskólanum þar sem við, Ingimar Róbertsson og Sigurður Eggertsson, vorum við nám. Vefurinn var í fyrstu einskonar tilraun hjá okkur við að forrita fyrir vefinn sem þá var nýtt og spennandi fyrirbæri. Það var einhvernvegin aldrei spurning um að gera eitthvað annað en uppskriftavef enda báðir miklir matmenn og þykir góður bitinn.

Hugmyndin var semsagt að gera uppskriftavef sem myndi bera sig algerlega sjálfur. Það er að fólk sem skoðar vefinn geti líka bætt við uppskriftum og þannig myndi vefurinn stækka sjálfur án þess að við þyrftum sífellt að bæta sjálfir við uppskriftum. Þetta hefur alltaf verið og er enn aðalpunkturinn við vefinn, einskonar samvinnuverkefni þeirra sem hafa áhuga á uppskriftum og matargerð. Þetta lýsir sér nokkuð vel í uppskriftaúrvalinu á vefnum því hér er að finna venjulegar uppskriftir fyrir venjulegt fólk og fólk þarf ekki að vera meistarakokkar til að elda það sem er á vefnum.

UppskriftaWWWefurinn hefur verið hýstur á ýmsum stöðum. Fyrst var hann hýstur á miðlara Tölvunarfræðiskorar í Háskóla Íslands, þaðan var hann svo fluttur á miðlara Pjúsarafélags Íslands sem þá var staðsettur hjá Menntaskólanum á Akureyri og svo flutti hann með þeim miðlara til Reykjavíkur og er núna hýstur hjá Skýrr hf.

Notendur vefsins hafa ekki bara lagt sitt af mörkum með því að bæta við uppskriftum heldur einnig í formi hugmynda og annara hluta eins og þessar tvær vísur frá Hallmundi Kristinssyni:

Wirðing skal nú WWottuð - jamm.
WWWefinn ber að þakka.
Svo þegar tækninni fleygir fram
fáum við kannski að smakka!

Góðmeti finnst mér gott að fá;
get sagt ég kunni að meta það.
Hér má á vefnum sitthvað sjá
sem er þess virði að éta það.

Þá segjum við bara verði ykkur að góðu og verið dugleg að bæta uppskriftum við vefinn.

Ingimar og Siggi



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi