UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
bestu skinkuhornin Brauð og kökur
skinkuhorn að hætti húsmóðurinnar. allega gyllt með órúlega góðri fyllingu
deig:
6dl hveiti
50gr smjörlíki
1tsk salt
1tsk sykur
3 1/2 tsk þurrger (1pk)
2dl volgt vatn

fylling:
150gr skinka
100 gr beikon smurostur
2 msk graslaukur
/blaðlaukur

penslun:
1 egg
kúmen (má sleppa)

byrjað er á því að setja volga vatnið, sykurinn og gerið saman til að láta það gerjast. síðan er öllu hinu blandað saman við og deigið hnoðað. Síðan þarf að láta deigið hefast í ca 20-30 mín

á meðan deigið er að hefast er tilvalið að búa til fyllinguna á meðan. skinkan og laukurinn er hakkaður í matvinnsluvél. ostinum, skinkunni og lauknum er síðan blandað saman og þá er komin fylling.

þegar deigið er búið að hefa sig er það tekið og skipt í nokkra parta (fer eftir því hver þykk þú vilt hafa hornin því í hve marga parta þú skiptir því) síðan eru bitarnir settir í kúlu og þeir flattir út (svo þeir líta út eins og pizza) síðan er deigið skorið í 8 sneiðar (eins og pissusneiðar) fyllingin er sett á breiðari endann (samt ekki á brúnina) og rúllað er frá breiðari endanum og niður. Síðan eru endarnir teknir og settir undir undir og festir þar svo að þetta verði eins og horn. síðan er penslað með eggi.
sumir strá kúmeni yfir en mér finnst það ekki gott

bakað við 225°C þangað til að hornin verða gyllt á lit

Sendandi: Eydís Inga <angel_iceland@hotmail.com> 19/02/2007



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi