280 g Síríus Konsum 70% súkkulaði
3 egg
2 tsk. vanilludropar
280 g púðursykur
80 g hveiti
1½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
200 g smjör, bráðið
200 g pekanhnetur
|
Hitið ofninn í 170°C. Saxið allt súkkulaðið og bræðið helminginn af því yfir vatnsbaði. Þeytið egg, vanilludropa og púðursykur saman þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið hveiti, lyftiduft og salt og blandið varlega saman við. Blandið bræddu súkkulaði og smjöri saman við deigið og hrærið varlega saman þar til það er slétt og samfellt. Blandið að lokum söxuðu
súkkulaðinu ásamt hnetunum varlega saman við.
Smyrjið 20 cm x 30 cm ferkantað kökuform vel og klæðið það að
innan með bökunarpappír. Hellið deiginu í formið og bakið í 20-22
mínútur. Leyfið kökunni að kólna dálítið í forminu áður en hún er
skorin í bita. Berið bitana fram volga með vanilluís eða þeyttum
rjóma og berjum.
|