UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Kjúklingur á kjúklingastandi Kjötréttir
Meir og safaríkur
1 kjúklingur

1 dl. vatn
1 tsk worchestersósa eða sojasósa
1 grænmetisteningur
2 hvítlauksrif
1 msk. appelsínuþykkni

Kjúklingastandur frá Svabbi ehf


Kjúklingurinn kryddaður með
kjúklingakryddi.

Vatn, worchestersósa, grænmetisteningur, hvítlauksrif og appelsínuþykkni sett í hólkinn á kjúklingastandinum

og kjúklingurinn settur ofan á hólkinn, þannig að hann sitji vel.

Standurinn með kjúklingnum settur í ofnskúffu eða eldfast mót og smá vatn sett í skúffuna og hann steiktur við 180-200°
í 50-60 mínútur.

Hægt er að setja aðra blöndu í standinn, allt eftir ósk hvers og eins. Bara að prófa sig áfram.

Kjúklingurinn dregur í sig rakann frá standinum og verður mjög meir og safaríkur.

Sósan:

Smjörlíki brætt í potti, hveiti hrært saman við og vökvinn úr kjúklingastandinum hrærður saman við, síðan sósulitur og e.t.v. krydd og smá rjómi.

Borið fram með brúnuðum kartöflum.

Kjúklingastandurinn fæst hjá Svabbi ehf/facebook. email: svabbie@btnet.is

Sendandi: Hólmfríður Ebenesersdóttir <frida@vefsidur.is> 26/02/2011



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi