1 msk olía
3-4 hvítlauksgeirar saxaðir
ca 1/2 blaðlaukur má nota venjulegan lauk.
1 paprika rauð eða 1/2 græn og 1/2 rauð.
2 cm engiferrót söxuð
2 dl fiski eða gott soð.td grænmetissoð.
1 dós tómatar með basil,garlic og oregano.
1-2 lárviðarlauf,
2 tsk kóríanderduft,
1 tsk paprikuduft,
1 tsk cummin
salt og svartur pipar
1 kg ýsuflök.
|
hvítlaukur, blaðlaukur hreinsaður og saxaður,(laukur saxaður ef hann er notaður, paprikur saxað í litla bita léttsteikt í olíunni ekki brúna, fiskisoði bætt útí og tómötunum (ef bitarnir eru of stórir gott að merja) lárviðarlaufin út í þetta, og helmingurinn af þurra kryddinu.
saltið og piprið yfir fiskinn, og veltið honum upp úr restinni af þurra kryddinu.mallað 5 mínútur á lágum hita. þessu hellt í eldfast mót, fiskinum raðað ofaná og gott að ausa aðeins vökvanum yfir og huggulegt að strá td yfir söxuðum graslauk yfir, sett í ofn 200°c gráður í um 10- 15 mín, borðað með hrísgrjónum og góðu hrásalati.
þetta má nota í súpu og gott er að gera súpu úr því sem eftir verður . !nóg fyrir 4-5.
|