1 kg. Skelflettar ófrosnar rækjur, þerraðar (frekar stórar rækjur en smáar)
100 g hveiti
2 egg
1 dl vatn
100 gr. Brauðraspur
salt
Hráefni í Tartarsósu:
5 dl. majónes
120 gr. Súrkrás
30 gr. Kapers, þerraður og saxaður
1 harðsoðið egg, saxað
Worcestershire sósa
Tabasco sósa
Salt og hvítur pipar
|
Tartarsósa:
Öllu blandað vel saman þar til áferðin er jöfn og allt hefur blandast vel. Kryddað með Worcestershire sósu, tabasco sósu, salti og pipar. Kælið fyrir framreiðslu.
Rækjurnar:
Eggin og vatnið eru hrærð vel saman. Rækjunum er velt upp úr hveitinu og síðan lagðar í eggin. Þær eru svo hjúpaðar með brauðmylsnunni og lagðar til hliðar þar til búið er að brauðhjúpa allt. Rækjurnar eru djúpsteiktar við 190 gráður á Celsíus þar til þær eru orðnar gullinbrúnar og fulleldaðar. Leggið rækjurnar á smjörpappír og látið afgangsolíu leka af. Berið fram með tartarsósu.
|