UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Taco Pizza Pizzur og pasta
Pottþétt pizza fyrir þá sem eru hrifnir af Mexíkóskum mat......og alla sem vilja láta kitla bragðlaukana.......
1 meðalstór pizzabotn (notið uppáhaldsuppskriftina ykkar eða kaupið tilbúinn botn)

ca 300 gr kjöthakk
1 dós salsasósa
1 bréf taco krydd
1 pakki maribó ostur í sneiðum
1 pakki rifinn mozzarelle ostur
1 dós svartar ólífur (má sleppa)

aukaálegg að eigin vali, t.d. sveppir, paprika og laukur.

Smyrjið salsasósunni jafnt yfir botninn og setjið maribó ostinn þar yfir. Steikið hakkið á pönnu og setjið 2 dl af vatni á pönnuna ásamt taco kryddinu og látið malla þar til vökvinn hefur að mestu leyti gufað upp. Breiðið svo úr hakkinu ofan á botninn, setjið ólífurnar (ef þær eru notaðar) og afganginn af álegginu þar ofan á og endið svo á mozzarella ostinum.

Bakist við 200°C í ca 25-30 mín.

Verði ykkur að góðu!

Sendandi: Rakel Sveinsdóttir <galdur@mmedia.is> 31/03/1999



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi