Ýsa, hveiti, karrý, paprika (gul, rauð og græn), blaðlaukur, sveppir, rjómi, soja-sósa, rifinn ostur salt og pipar. Olía til steikingar (smá smjörlíki).
|
Ýsan skorin í bita (ekki litla). Hveiti, karrý, salt og pipar sett í plastpoka. (Má vera sterkt karrýbragð). Fiskurinn settur í pokann og hrist. Steikt á pönnu þar til ljós brúnt. Raðað í eldfast mót ekki mjög þétt. Grænmeti brúnað á pönnunni (til að nýta bragðið af fiskinum + karrýinu). Sett yfir fiskinn, síðan rjóminn látinn fljóta yfir og nokkrir dropar af sojasósu hellt yfir. Að lokum rifinn ostur (ekki mikið).
Borið fram með hrísgrjónum, salati og brauði.
|