UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
aspas og skinkurúlla Óskilgreindar uppskriftir
Þessi auðveldi brauðréttur slær alltaf í gegn í afmælum og kvöldklúbbum.Hann klárast alltaf og það er alltaf beðið um meira.
Fylling inn í brauðið:

1 pakki af sveppasmurosti
1 stór dós af niðursoðnum grænum aspas
1 skinkubréf (um tólf sneiðar)
2-3.msk af létt majonesi
1/2 dós af safanum af aspasinum
1/2 camenbert
1.tsk steinselju og hvítlaukssalt
1/2 tsk hvítur malaður pipar

brauðið:

2 rúllutertubrauð

ofan á rúllutertubrauðið:

2 stífþeyttar eggjahvítur
1 1/2 bolli rifinn ostur (17%)
1.tsk ungverskt paprikukrydd

sósa á brauð:
3 msk létt majones
hinn helmingurinn af aspassafanum

Rúllutertubrauðið er látið þiðna við stofuhita.

Bræðið sveppasmurostinn yfir meðal hita og bætið út í majonesinu,aspassafanum,camenbertinum og kryddinu.þetta verður að þykkri sósu sem á að vera kekklaus.

Skerið skinkuna niður í teninga (1x1 cm)og merjið aspasinn með gafli.Þetta fer saman í skál og þegar sósan er tilbúin, blandið henni þá saman við skinkuna og aspasinn.

Þegar brauðið er þiðið þá rúllið þið því niður og smyrjið með sósunni sem er búin til úr aspassafa og majonesi(brauðið má ekki vera gegnblautt af sósunni).

Smyrjið fyllingunni á brauðið og rúllið því svo næst upp í rúllu.

Takið eggjahvíturnar og stífþeytið og blandið rifna ostinum saman við.
Smyrjið því ofan á rúlluna og á hliðar hennar.


látið rúlluna á bökunarpappír og bakið í 15 mínútur við 200° hita.

Sendandi: Tangela <emi@simnet.is> 21/03/2001



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi