UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Ostakaka kennd við Svartaskóg (frá Osta og smjörsölunni) Brauð og kökur
Hrikalega góð ostakaka
Skel:
100 g súðusúkkulaði, brætt
75 g smjör, brætt
2 bollar hafrakexmylsna
Fylling:
425 g svört kirsuber í sýrópi
400 g rjómaostur
90 g sykur
2 egg, aðskilin
1 msk kirch (líkjör)
3 matarlímsblöð
3 dl rjómi, þeyttur

Ofan á:
1 msk maizenamjöl
safinn af kirsuberjunum
kirch eða sítrónusafi


Blandið saman súkkulaði, smjöri og kexmylsnu. Þrýstið í
botninn og upp á hliðar á lausbotna 24 cm klemmuformi. Kælið.
Látið leka vel af berjunum og geymið safan, skerið þau í
tvennt. Raðið 1/3 af berjunum yfir kexbotninn.
Hrærið ostinn mjúkan með sykrinum. Hrærið eggjarauðunum
í ásamt kirch. Bræðið matarlímið og blandið í hræruna.
Þeytið hvíturnar og blandið þeim varlega í hræruna með
sleikju og blandið rjómanum síðast varlega saman við.
Setjið deigið yfir kexbotninn og slettið yfirborðið.
Kæliðí allt að sólarhring áður en kakan er tekin úr forminu
og skreytt.
Blandið maizenamjölinu saman við 3-4 msk af safanum.
Hitið það sem eftir er af safanum ásamt kirch. Látið suðuna
koma upp, dragið af hitanum og hrærið maizenamjölinu
saman við. Setjið yfir hitan aftur og látið suðuna koma upp,
hrærið í allan tímann.
Setjið berin sem eftir eru út í sósuna og berið hana fram volga
með kökunni, eða raðið berjunum ofan á miðja kökuna og hellið
sósunni yfir.


Sendandi: Beta Ásmundsdóttir <beta@skyrr.is> 26/05/2001



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi