Pizzabotn að eigin vali (sjá t.d. annarsstaðar á vefnum)
Bernaise sósa
Nautakjöt (lundir/file, ca 3-400gr)
Franskar kartöflur
Rifinn ostur (t.d. Mozzarella ca 2-3 pokar)
Salt og pipar
|
Bernaisesósan er kæld svolítið svo hún renni
ekki eins mikið.
Þar næst er henni dreift á pizzabotninn sem hefur verið flattur þannig að kantarnir standi
aðeins uppúr ef sósan skildi renna til.
Nautakjötið er skorið í litla bita (ca. krónu/þumalstærð) og steikt á pönnu, ágætt er að krydda kjötið eitthvað.
Þegar bitarnir hafa verið steiktir er þeim dreift á botninn þannig að þeir næstum þekji botninn.
Þvínæst er frönskum kartöflum (sem er búið að steikja/baka!) dreift yfir allt saman.
Nú er rétti tíminn til að strá smá pipar yfir allt saman og jafnvel salt ef fólk vill.
Yfir þetta allt saman er svo ostinum dreift og ekki spara ostinn!
Pizzan er svo sett inn í heitan ofn og elduð þartil osturinn og kantarnir eru orðnir fallega gullnir.
Verði ykkur að góðu!
|