360 gr.hveiti
250 ml.volgt vatn
2 msk.olía (t.d.ólífu)1 pakki þurrger
1 tsk.dill
2-3 pressaðir hvítlauksgeirar (betra að nota mauk, 1 tsk.)
½ tsk.salt
|
Velgja vatnið í potti. Í skál: ger, hveiti, dill, hvítlaukur og vatn. Hræra vel. Bæta í olíu og salti. Strá hveiti á vinnubekk og hnoða.
Setja í olíuborna skál (smá slettu af olíu og snúa á alla kanta) og láta hefast í ca.30 mín. Poppskál hentar vel. Gott er að setja heitt vatn (hæfilega mikið) í fyrri skálina eða pott og láta skálina hvíla það ofan á. Setja rakt viskustykki yfir á meðan. Hnoða og fletja út. Gott að setja botninn inn í 200° heitan ofn í nokkrar mín áður en áleggið fer á. Dugir í tvær tólftommur eða eina stóra þykka.
|