Ýsuflök, smurostur/ídýfa, brauðostur sítróna, hrísgrjón.
|
Hrísgrjónin forsoðin, sett í eldfast mót, sítrónan skorin niður og sett ofaná (eða sítrónusafi)
. Fiskurinn hreinsaður og settur ofan á allt saman, og ídýfan eða osturinn settur síðastur ofan á alla hrúguna.
Rifinn ostur (eða skorinn í sneiðar) settur efst.
Að lokum sett í ofn (220 gráður) og hitað í ca 15-20 mín.
Einnig má setja papriku, gulrætur og annað grænmeti með.
|