|
|
|
|
Skriðjökull
|
Ábætisréttir
|
Ísréttur með búðing, bláberjum og rjóma
|
|
2 pakkar Karmellubúðingur
1 l. vanillu ís (mjúkís)
300 gr. suðusúkkulaði
100 gr. bláber
1 peli rjómi
8 dl Mjólk
|
Hrærið búðing með 8 dl mjólk og setjið ca. 3/4 af honum í botninn á djúpu formi.
Bræðið eða spænið helminginn af súkkulaðinu og setjið þunnt lag ofan á búðinginn.
Ef þið bræðið súkkulaðið þá er gott að setja smá rjóma til að gera það þynnra.
Takið ca. 1/3 af ísnum og hrærið saman við restina af búðingnum og setjið í formið.
Takið hinn helminginn af súkkulaðinu og setjið á milli. (gott að hafa annað lagið brætt og hitt spænt)
Hrærið restina af ísnum þar til að hann verður seigfljótandi og setjið í formið
Frystið yfir nótt, takið út úr frysti klst áður en borið er fram.
Rétt áður en borið er fram, þá á efsta íslagið að vera orðið aðeins lint.
Þá setjiði bláberin jafnt yfir og að lokum þeyttur rjómi efst.
|
|
Sendandi: Sigurður Jónas Eggertsson <sje@pjus.is>
|
26/09/2002
|
Prenta út
|
|
|