UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Blandaður sjávarréttur Fiskréttir
Algjört æði
1-2 dósir hvítlauksrjómaostur (eftir því hvað stendur til)
1/2-1 dós sýrður rjómi
1/2-1 púrrulaukur
1-3 hvítlauksrif (eftir smekk)
ca. 150 gr sveppir
1 pakki hörpuskelfiskur
250 gr rækjur
100-200 gr lúða, humar eða skötuselur
salt
pipar
karrý
1/2-1 súputeningur
hvítur sósujafnari
rifinn ostur (ef vill)
1 pakki kartöflustappa frá Otker

1. Sveppirnir eru linaðir á pönnu í örlítilli olíu og kryddaðir með salti og pipar. Settir á disk.
2. Hvítlauksrifin flysjuð, marin og steikt á pönnunni. (Passa verður að brenna ekki).
3. Púrran er þvegin og skorin í þunnar sneiðar og linuð á pönnunni í smá olíu.
4. Sveppunum og hvítlauknum bætt út í ásamt hvítlauksostinum og sýrða rjómanum, súputeningnum og karrýinu og hrært vel saman.
5. Fisknum sem skorinn hefur verið í teninga er bætt út í að undaskildum rækjunum og soðinn í ca 2 mínútur.
6. Búið til kartöflustöppuna og sprautið hringinn í kringum eldfast mót. Bakið í 10 mínútur.
7. Rækjunum er blandað saman við fiskinn á pönnunni og þykkt með sósujafnaranum ef sósan er of þunn og öllu svo hellt í miðjuna á mótinu.
8. Rifnum osti er dreift yfir og brugðið undir grillið uns osturinn er bráðnaður og kartöflustappan hefur tekið lit.

Berið fram með brauði og salati.

Sendandi: Yrsa <yrsag@hotmail.com> 29/06/2003



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi