UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Grænmetis- hnetu réttur Grænmetisréttir
Góður réttur sem hægt er að búa til degi áður og geymist þá í ískáp.

1 bolli brún hrísgrjón
1/2 stór grænmetisteningur
1 egg
30 g smjör
1 lítill laukur, saxsaður smátt
1 lítil rauð paprika, söxsuð smátt
125 g brokkolí, saxsað smátt
125 g blómkál, saxsað smátt
100 g litlir sveppir, í sneiðum
425 g dós tómatar, tómatarnir maukaðir án safans
1 matskeið steinselja fersk eða þurrkuð
1/2 teskeið blandað jurtakrydd t.d pitsakrydd eða einhver góð
blanda frá pottagöldrum
1 bolli ostur, rifin

Hnetumylsnublanda
15 g smjör, báðið
1 bolli blandaðar hnetur (fæst í 10/10 búðum) saxsað smátt
3/4 bolli brauðmylsna
2 teskeiðar steinselja fersk eða þurrkuð

Hrísgrjón soðin ásamt grænmetisteningnum, síðan hrært vel saman
við eggið og sett í 2 lítra eldfast móti.
Laukurinn steiktur í smjöri þar til hann er orðinn glær.
Papriku, brokkólí, blómkáli, sveppum, tómötum, safanum af tómötunum,
steinselju og grænmetiskryddinu bætt útí. Látið krauma í 7 mínútur
eða þar til grænmetið er orðið mjúkt (fer eftir smekk hversu lengi
grænmetið er steikt).
Dreift ofan á hrísgrjónin.
Allt í hnetumylsnublöndunni blandað vel saman.
Osturinn næst og síðast hnetumylsnublandan.
Bakað í ofni í 20 mín. við 175°C.
Gott er að borða hvítlauksbrauð með.

Sendandi: Beta Ásmundsdóttir <Beta@skyrr.is> 04/11/1996



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi