|
|
|
|
Mintukaka
|
Brauð og kökur
|
Einföld, góð og öðruvísi.
|
|
Einn svampbotn
Créme English Mint
(búðingur frá Dr. Oetker)
2 dl mjólk
100 gr suðusúkkulaði
20 gr smjörlíki
Einnig gott að hafa örlítið líkjör eða safa af ávöxtum til að bleyta í svampbotni.
|
Hrærið English Mint búðinginn með 2 dl mjólk. (aðeins minna en stendur í leiðbeiningum á pakkanum)
Bleytið svampbotninn með 1-2 matskeiðum af líkjör eða ávaxtasafa. Má sleppa en hætta á að botninn verði þurr.
Dreyfið búðingnum jafnt yfir svambotninn.
Bræðið suðusúkkulaði og smjör saman (má nota rjóma í staðinn).
Látið bráðina kólna og dreyfið svo jafnt yfir kökuna.
Látið kökuna standa í amk. 1-2 klst. áður en hún er borin fram svo að búðingurinn nái að þéttast.
|
|
Sendandi: Sigurður Jónas Eggertsson <sje@pjus.is>
|
26/02/2004
|
Prenta út
|
|
|