1 kassi humar, fiskbúðin Vör (1,5 kg).
Marinering:
100 gr. brætt smjör
2 tsk. Gevalia sítrónupipar
1 tsk. Sítrónuduft
1/2 tsk. salt
Safi úr einni sítrónu
Salat:
Klettasalat
jöklasalat
paprika
agúrka
rauðlaukur
fetaostur
og það sem þú vilt
Sósa
1 dós sýrður rjómi
2 msk. majónes
1 msk. sætt sinnep
1 msk. sítrónusafi
4-5 marin hvítlauksrif
Ristað brauð með smjöri.
|
Humar: Klippa skelina að ofanverðu, losa um að neðanverðu og hreinsa svörtu görnina í burtu. Ýta svo humrinum upp úr skelinni að ofanverðu (eins og gert er á Humarhúsinu). Pensla svo með marineringu (öllu blandað saman) og grilla augnablik í ofni eða á grilli (þá á bakka)(þar til humarinn verður hvítur en ekki glær).
Sósa:
Sýrði rjóminn hrærður upp fyrst, öllu bætt útí.
|