Ítalskt pasta (helst Tagliatelli en annars eftir smekk)
Pepperóní 1 bréf
Skinka kurl eða 1 bréf
Beikonkurl
Paprika gul (eða eftir smekk)
Sósa:
1 og 1/2 til 2 stykki piparostur
Matreiðslurjómi
Fetaostasallat:
1/2 Gúrka
Kirsuberjatómatar
Paprika (gul og rauð)
Ice berg kál eða lambhagasalat
Fetaostur í kryddolíu!
|
Sjóðið pastað og setjið eina teskeið af salti út í.
Skerið niður hráefnið og léttsteikið á pönnu.
Hitið rjómann í potti eða á pönnu og brytjið piparostinn niður í bita og bræðið með rjómanum. Skinka, pepperóní og beikonkurl síðan bætt út í og loks papriku.
Borið fram með Snittubrauði með pestó að eigin vali og fetaostasallati.
Verði ykkur að góðu ;)
|