UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Frábær fiskur og meðlæti Fiskréttir
Ofnbakaður fiskur og meðlæti
Fiskrétturinn:

Ýsuflök
Sítróna
Salt og svartur pipar
Sinnep
Bananar
Rifinn ostur

Meðlæti 1:

Sætar kartöflur
Gulrætur
Ferskur aspas (lítill)

Meðlæti 2:

Tómatar
Rauðlaukur
Fetaostur í kryddlegi

Fiskrétturinn:

Eldfast mót smurt með ólífuolíu, fiskurinn skorinn í bita og settur í mótið, sítrónusafi kreistur yfir og kryddað með salti og möluðum pipar og smá sinnepi. Bananar skornir í bita og settir yfir, rifni osturinn settur yfir allt. Bakað í ofni.

Meðlæti 1:

Kartöflurnar og gulræturnar afhýddar og skornar í grófa bita. Eldfast mót smurt með ólífuolíu og kartöflurnar, gulræturnar og aspasinn settur í formið og bakað í ofni.

Meðlæti 2:

Tómatarnir skornir í sneiðar og settir í skál, rauðlaukurinn skorinn í tvennt og svo í sneiðar, fetaostinum og kryddleginum hellt yfir, blandað vel saman.

Þetta er svo bara allt borðað saman og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum :o)

Sendandi: Halldóra Jóhannsdóttir <mamma@musur.com> 13/03/2007Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi