UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Stroganina - Russian Sushi Fiskréttir
Frábær "Russian Sushi" fiskréttur
1. Hrár hálffrosinn rl/bl fiskur skorinn í smá bita.
2. Hrár laukur fínskorinn.
3. Matarolía.
4. Salt
5. Svartur pipar
6. Edik/vatn.
(7. Sítróna)

Hlutföll eru nokkuð á reiki og fara einnig eftir fisktegund og smekk
hvers og eins.
(rússarnir nota oftast makríl-flök en það má alveg eins nota t.d.
ýsu eða þorsk)

Best sýnist mér að gera þetta á eftirfarandi hátt:
Ca.3 laukar á móti 8 flökum
Dreifa fiskbitunum í plastbakka, í þunnu lagi. Því næst dreifa
hæfilegu magni af lauknum yfir. Þá salti/pipar og matarolíu, þó
þannig að verði ekki að "súpu". Blanda þessu vel saman og slétta
úr aftur. Hella svo gætilega edik 9% yfir (smakka til).
Og blanda vel saman. Koma þessu öllu í plastpoka og reyna að
lofttæma sem best, loka fyrir og láta marinerast í kæli í
svona 1-3 klst. Venjulega er Stroganinan borðuð með brauði þ.e.
ofan á brauð og svo er ekki slæmt að hafa óblandað vodkastaup
við hendina, svona til að gefa réttinum þjóðlegt gildi.

Priatna apetita i Nastarovia!

Хорошо апатит i салют

Sendandi: Eyjólfur M. Eyjólfsson <eyjolfur.magnus@simnet.is> 08/11/2008



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi