Bollur
500 gr nautahakk
1 egg
100 gr ritzkex mulið
1/2-1 pakki púrrulauksúpa (ég nota 1/2 pakka)
Súrsæt sósa
1,25 dl sykur
1,25 dl vatn
0,6 dl borðedik
1 msk sojasósa
3 msk tómatsósa
1 tsk salt
sósujafnari
|
1. Blandið saman efnunum í kjötbollurnar og mótið litlar bollur með höndunum. Steikið á pönnu við meðalhita, eða bakið í ofni við 153° blástur í 15 mín.
2. Setjið hráefnið í sósuna saman í pott og látið suðuna koma upp. Þykkið með sósujafnara.
Einfalda leiðin er að kaupa sósu út í búð.
3. Blandið kjötbollunum og sósunni saman.
Gott er að hafa hrísgrjón, ferskt grænmeti og sojasósu með.
|