UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Hátíðarfiskur Fiskréttir
Frábær fiskréttur með muldum kartöfluflögum
800 gr Skötuselur
eða Þorskur
2 saxaðar Paprikkur
1 sneiddur Blaðlaukur
2 saxaðir Sellerístönglar
150 gr. Búri (rifinn)
2 dl. muldar Kartöfluflögur m/paprikku
21/2 dl. Rjómi
4 msk. Hveiti
1 dl. Ananassafi eða Hvítvín
4 msk. Smjör
2 msk. olífuolía
1-2 tsk Tómatkraftur
1/4 tsk turmeric
1/4 tsk karrý
1 tsk Italian seasoning
1/2 tsk þriðja kryddið (má sleppa)
1 tsk. salt
1/2 tsk. svartur pipar
1-2 fiskitenignar


má bæta aukalega af karrýi, tómatkrafti og turmeric eftir smekk.

Látið grænæmetið krauma í 2 msk. af smjöru þar til það verður meyrt. Bætið í msk. af hveiti út í ásamt ananassafa, rjóma. tómatkrafti og örlitlu af vatni ef sósan er of þykk.
Kryddið með turmeric, karrýi, þriðja kryddinu, Italian seasoning og fiskteningunum. Látið krauma við vægan hita í nokkrar mín. og hrærið í af og til.
Skerið Skötuselinn / þorskinn í u.þ.b. 4 cm þykkar sneiðar. Blandið saman 3 msk. af hveiti, 1 tsk af salti og 1/2 tsk af pipar.
Hitið pönnuna og setjið 2 msk. af smjöri og 2 msk. af olíu. Veltið fiskinum upp úr hveitinu og steikið fiskin í 2-3 mín. á hvotti hlið. Hellið grænmetissósunni í smurt, eldfast fat og raðið fiskbitunum þar ofan á.
Blandið saman rifna ostinum(Búra) og muldum kartöfluflögunum
og stráið yfir fiskin.
Bregðið undir glóð í nokkrar mín. eða þar til osturinn er bráðinn.

Gott með salati og snittu- eða hvítlauksbrauði.

Verði ykkur að góðu kæru Sinawikkkonur

Sendandi: Guðríður Halldórsdóttir <Gullýhalldors@gmail.com> 02/12/2009



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi